Sjálfstæðisflokkur bætir við sig manni og Framsókn heldur sínum í Kópavogi. Samfylkingin tapar hins vegar einum manni, á meðan Björt framtíð fær tvo fulltrúa. Meirihlutinn hefur því haldið velli í Kópavogi samkvæmt fyrstu tölum.
Atkvæði skiptust svo að B-listi Framsóknarflokks fékk 866 atkvæði, eða sem nemur 11,9% og einn mann kjörinn, D-listi 2765, eða 38% atkvæða og 5 menn kjörna. S-listi Samfylkingar fékk 1283 eða 17,6% eða tvo menn kjörna. V-listi Vinstri grænna fékk 745 atkvæði, eða 10,2% og einn mann kjörinn. Æ-listi Bjartrar framtíðar, sem er nýtt framboð í bænum, fékk 1053 eða 14,3% og tvo menn kjörna.
T-listi Dögunar, Þ-listi Pírata og X-listi Næst-besta flokksins, ná ekki inn manni í bæjarstjórn, og næsti maður inn er sjötti maður Sjálfstæðisflokksins.