Sakar Fréttablaðið um gróft einelti

Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina, krefst þess að ritstjórn …
Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina, krefst þess að ritstjórn Fréttablaðsins biðjist afsökunar vegna myndar Gunnar Karlssonar. Heiddi /Heiðar Kristjánsson

Svan­ur Guðmunds­son, kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, krefst þess að rit­stjórn Frétta­blaðsins biðjist af­sök­un­ar vegna mynd­ar Gunn­ar Karls­son­ar sem birt er á leiðarasíðu blaðsins í morg­un.  

Á mynd­inni má sjá odd­vita fram­boðanna í Reykja­vík, glaða í bragði, en þó glitt­ir aðeins í augu Svein­bjarg­ar þar sem hún er klædd í bún­ing sem Svan­ur seg­ir að til­heyri Ku Klux Klan-hreyf­ing­unni.

„Með því er einn odd­vit­inn tek­inn út og nídd­ur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálf­an kjör­dag,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Svans. „Þetta er einelti og dóna­skap­ur í sinni gróf­ustu mynd.“

Svan­ur seg­ir að með mynd­birt­ing­unni hafi rit­stjórn Frétta­blaðsins op­in­berað hat­ur sitt á Svein­björgu og krefst þess að rit­stjórn­in biðjist af­sök­un­ar, bæði op­in­ber­lega og einnig per­sónu­lega til Svein­bjarg­ar.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni

Und­ir­ritaður vill senda frá sér eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu vegna mynd­ar í Frétta­blaðinu í dag und­ir Spott­inu.

Í þeirri mynd eru all­ir fram­bjóðend­ur teiknaðir nokkuð glaðir en Svein­björg er sett í Ku Klux Klan bún­ing. Með því er einn odd­vit­inn tek­inn út og nídd­ur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálf­an kjör­dag. Þetta er einelti og dóna­skap­ur í sinni gróf­ustu mynd. 

Ku Klux Klan eru alþekkt sam­tök öfga­manna sem tóku blökku­menn af lífi með heng­ing­um, bar­smíðum og brenndu þá. Svein­björg er með þess­ari mynd­birt­ingu sett á bekk með þess­um óhugn­an­legu morðingj­um.

Við sem höf­um unnið að þess­ari kosn­inga­bar­áttu með Svein­björgu þekkj­um hana og henn­ar kosti og virðum hana mik­ils fyr­ir hvað hún hef­ur verið  laus við að svara öfg­um og hat­urs­full­um áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.

Með þess­ari mynd­birt­ingu hef­ur rit­stjórn Frétta­blaðsins op­in­berað hat­ur sitt á Svein­björgu. Eitt er hvað frétta­flutn­ing­ur hef­ur verið bein­lín­is rang­ur hjá þess­um miðli og hversu hlut­dræg­ur hann hef­ur verið gegn Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­um þá ganga þeir of langt með þess­ari mynd­birt­ingu og ráðast á hana per­sónu­lega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.

Menn vilja að menn haldi sig við mál­efn­in og fari ekki í mann­inn en með þess­ari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.

Rit­stjórn Frétta­blaðsins á að biðjast af­sök­un­ar á þess­ari mynd­birt­ingu og það strax bæði op­in­ber­lega og til henn­ar per­sónu­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert