Framsókn nær manni inn í Reykjavík

Fyrstu tölur eru komnar í Reykjavík en talin hafa verið 5.188 atkvæði. Kjörsóknin var 62,7%. Á kjörskrá eru 90.489 og greiddu 56.717 manns atkvæði.

Samfylking er með 31,9% atkvæða og nær inn sex mönnum og  Sjálfstæðisflokkur með 27% atkvæða og fimm menn.

Samkvæmt fyrstu tölum nær Framsóknarflokkurinn manni inn með 513 atkvæði eða 10,2% atkvæða.  Þá nær Björt framtíð inn tveimur mönnum. Flokkur er með 14,8% talinna atkvæða.

D-listi sjálfstæðisflokksins er með 1.333 atkvæði eða 26% og ná fimm mönnum inn.

R- listi Alþýðubandalagsins er með 13 atkvæði eða 0,3% og með engan mann

S-listi Samfylkingar er með 1.577 atkvæði eða 30,8% og ná sex mönnum inn.

T-listi Dögunar er með 72 atkvæði eða 1,4% og ná engum manni inn.

V-listi Vinstri grænna er með 452 atkvæði eða 8,8% og ná einum manni inn.

Þ-listi Pírata er með 251 atkvæði eða 4,9% og ná ekki manni inn.

Æ-listi Bjartrar framtíðar er með 733 atkvæði og ná tveimur mönnum inn.

Auðir seðlar voru 174.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert