Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, kaus í Laugardalshöllinni um tíuleytið í morgun.
Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið hefur fylgi við framboðslita flokksins og flugvallarvina aukist og er nú 5,5%. Það dugir fyrir einum manni. Er þetta í fyrsta sinn frá því kannanir hófust í vetur að flokkurinn mælist með nægilegt fylgi til að fá mann kjörinn.
Hann fékk 2,7% atkvæða í kosningunum árið 2010 og á því ekki fulltrúa í borgarstjórn núna.
Ekki náðist í Sveinbjörgu við vinnslu fréttarinnar.