Samkvæmt nýjustu tölum er meirihlutinn fallinn í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir ná inn tveimur mönnum og Sjálfstæðisflokkur fimm.
Þegar talin hafa verið 47% atkvæða er Framsókn með 14% atkvæða og tvo menn, Sjálfstæðisflokkur með 29,8% og fimm menn. Flokkurinn er því með fleiri atkvæði en Samfylkingin sem er með 27,6% atkvæða en jafnmarga menn og Sjálfstæðisflokkurinn.
Björt framtíð er með 14,3% atkvæða og tvo menn.
Vinstri græn eru með 7,2% atkvæða og einn mann.
Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina var vel fagnað er hún mætti á kosningavöku flokksins í nótt.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fagnaðarlæti í Valhöll er nýjustu tölur frá Reykjavík voru birtar. Þar eru Sjálfstæðismenn saman komnir.
mbl.is/Styrmir Kári
Fagnaðarlæti á kosningavöku Framsóknar eru nýjustu tölur voru lesnar.
mbl.is/Eggert
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna á kosningavöku flokksins í Reykjavík.
mbl.is/Styrmir Kári
Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson féllust í faðma á kosningavöku Samfylkingar í Stúdentakjallaranum.
mbl.is/Ómar Óskarsson
Hildur Sverrisdóttir, fyrir miðju, fagnar í Valhöll.
mbl.is/Styrmir Kári