Úrslitin mikið áfall fyrir Jón Gnarr

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að niður­stöður borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í gær hafi verið mikið áfall fyr­ir sitj­andi borg­ar­stjóra, Jón Gn­arr, og Besta flokk­inn.

„Það er bæði maka­laust og merki­legt og mér finnst eins og eng­inn hafi fjallað um það. Meiri­hlut­inn féll og niðurstaðan hlýt­ur að vera mikið áfall fyr­ir sitj­andi borg­ar­stjóra, sem menn hafa skil­greint sem vin­sæl­asta borg­ar­stjóra allra tíma, þrátt fyr­ir að hann sé sá borg­ar­stjóri sem hef­ur notið hvað minnst trausts flestra borg­ar­stjóra,“ sagði Hanna Birna í þætt­in­um Eyj­unni á Stöð 2 í kvöld.

Sam­fylk­ing­in fékk 31,9% at­kvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um og fimm menn kjörna. Björt framtíð fékk tvo menn kjörna, Vinstri græn einn mann og Pírat­ar einn.

„Það trúði því eng­inn fyr­ir viku eða ein­um sól­ar­hring að það gæti gerst. Að meiri­hlut­inn myndi falla. Flokk­ur borg­ar­stjór­ans fer úr 35% fylgi í 15%. Það hefðu verið tal­in tíðindi ef það væri ein­hver ann­ar borg­ar­stjóri en þessi borg­ar­stjóri,“ sagði Hanna Birna jafn­framt.

Björn Ingi Hrafns­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, spurði hana þá hvort hún teldi að Jón Gn­arr hefði fengið sérmeðferð sem borg­ar­stjóri.

„Að sjálf­sögðu. Það hef­ur eng­inn nálg­ast Jón Gn­arr eins og borg­ar­stjóra. Það hef­ur eng­inn nálg­ast hann eins og stjórn­mála­mann. Menn hafa nálg­ast hann eins og skemmtikraft og haft gam­an af því. Hann er skemmti­leg­ur og hef­ur verið með bráðskemmti­lega inn­komu. En nú erum við að sjá fram á að það er verið að mynda fjög­urra flokka meiri­hluta í Reykja­vík,“ sagði Hanna Birna.

Og það eft­ir kjör­tíma­bilið sem átti að hafa verið „svona ótrú­lega far­sælt,“ bætti hún.

Fyrst og síðast per­sónu­leg­ur sig­ur Dags

„Það sem ger­ist er það að Reyk­vík­ing­ar fara ekki á kjörstað eft­ir þetta tíma­bil. Besti flokk­ur­inn ætlaði ein­hvern veg­inn að vekja áhuga al­menn­ings á kosn­ing­um. Menn hafa aldrei farið síður til kosn­inga en nú. Og Björt framtíð fær tvo full­trúa.

Þetta er per­sónu­leg­ur sig­ur Dags B. Eggerts­son­ar fyrst og síðast. Þetta er ekki sig­ur þessa meiri­hluta og sann­ar­lega ekki sig­ur stefn­unn­ar sem hann stóð fyr­ir. Nú erum við að horfa fram á það að fá fjög­urra flokka meiri­hluta og trúið mér: Það verður vinst­ris­innaðri meiri­hluti en við höf­um séð í Reykja­vík í lang­an tíma.“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra sagði litlu við þetta að bæta.

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði áður sagt að á morg­un myndi hann hitta odd­vita Bjartr­ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata og ræða mynd­un nýs meiri­hluta í borg­inni. 

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gn­arr borg­ar­stjóri. mbl.is/ Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert