Höfðu handsalað meirihlutasamstarf

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

„Þessi staða kemur mér á mjög óvart í ljósi þess að við Ármann Kr. Ólafsson vorum búnir að handsala það að næðu þessir flokkar meirihluta þá yrði það fyrsti kostur að þeir ræddu saman.“

Þetta segir Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en eins og mbl.is hefur fjallað um hefur Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og bæjarfulltrúar flokksins óskað eftir viðræðum við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Birkir segist aðeins hafa heyrt af því í gærkvöldi.

„Þetta kemur ekki síður á óvart í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa átt mjög farsælt samstarf síðustu 22 árin af 24 í bæjarstjórn Kópavogs og að báðir flokkar bættu verulega við sig fylgi í kosningunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert