Júlíus Vífill oftast strikaður út

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Lítið var um út­strik­an­ir af list­um í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Reykja­vík um helg­ina. Mest var strikað yfir kon­ur, en Júlí­us Víf­ill Ingvars­son var þó sá fram­bjóðandi sem var oft­ast strikaður út af lista.

Alls greiddu 56.896 Reyk­vík­ing­ar at­kvæði í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Þar af voru 1.604 sem notuðu blý­ant­inn í annað og meira en bara að haka við lista­bók­staf­inn sem þeim hugnaðist best, eða 2,82% kjós­enda.

At­hygli vek­ur að hjá öll­um fram­boðum er oft­ast strikað yfir kon­ur, nema hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um, þar sem karl­ar skipuðu efstu 3 sæt­in.

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem skip­ar 2. sæti D-list­ans, hlýt­ur þann vafa­sama heiður að vera sá fram­bjóðandi sem oft­ast var strikaður út, því rúm­lega helm­ing­ur þeirra kjós­enda flokks­ins sem tjáðu óánægju sína með þess­um hætti beindu henni gegn Júlí­usi Vífli.

Þó voru það ekki nema 3,3% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins sem strikuðu yfir nafn hans. Þetta er tals­vert minna um út­strik­an­ir en í kosn­ing­un­um 2010, þegar 3.800 kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins strikuðu yfir Gísla Martein Bald­urs­son, og ríf­lega 1.000 kjós­end­ur strikuðu yfir Júlí­us Víf­il.

Hjá tveim­ur flokk­um var mest strikað yfir sjálf­an odd­vit­ann, eða hjá VG þar sem 2,4% kjós­enda list­ans strikuðu yfir Sól­eyju Tóm­as­dótt­ur, og hjá Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­um þar sem 0,61% kjós­enda strikuðu yfir Svein­björgu B. Svein­björns­dótt­ur.

Björk Vil­helms­dótt­ir er sá fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar sem flest­ir strikuðu yfir, eða 0,70% kjós­enda flokks­ins. Þá strikuðu 0,61% kjós­enda Bjartr­ar framtíðar yfir nafn Ilm­ar Kristjáns­dótt­ur, og 0,43% kjós­enda Pírata strikuðu Þór­laugu Ágústs­dótt­ur út.

Útstrikanir og breytt atkvæði í borgarstjórnarkosningunum 2014
Útstrik­an­ir og breytt at­kvæði í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um 2014
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka