Munu taka sér tíma í viðræðurnar

Oddvitar framboðanna í Reykjavík á kosninganótt.
Oddvitar framboðanna í Reykjavík á kosninganótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við munum funda eftir hádegi. Við vorum ekki búin að ákveða nákvæman stað eða tíma. En þetta er náttúrulega bara fyrsti fundur. Þeir verða nokkrir og við munum bara taka okkur góðan tíma í þetta. Fyrst er að byrja á að fara yfir stóru línurnar og sjá hvort þetta sé ekki framkvæmanlegt.“

Þetta segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, í samtali við mbl.is en þreifingar hafa verið á milli Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Pírataum mögulegt meirihlutaamstarf í borgarstjórn. Samtals eru flokkarnir með níu borgarfulltrúa af fimmtán. Halldór segir aðspurður hafa góða tilfinningu fyrir mögulegu samstarfi flokkanna. 

„Þetta var lendingin að láta á þetta reyna þar sem við höfum grun um að það geti náðst góður flötur á samstarfi okkar allra. Við munum náttúrulega setja fram okkar kröfur og eitthvað verður að gefa eftir,“ segir hann. Spurður um áherslur Pírata nefnir hann aukið gagnsæi stjórnsýslu borgarinnar, þar með talið bókhald hennar, sem og aukið íbúalýðræði og upplýsingafrelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert