Ósamræmi á milli síðustu skoðanakannana og úrslita

Kjörsókn er á niðurleið.
Kjörsókn er á niðurleið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsvert ósamræmi er á milli úrslita í mörgum sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina og síðustu skoðanakannana sem gerðar voru á fylgi framboðslistanna.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði nokkrum sinnum kannanir fyrir Morgunblaðið en það var ekki fyrr en í maí sem ljóst var að breytingar voru að verða. Síðasta könnun var gerð dagana 21. til 26. maí en hún sýndi umtalsverðar breytingar frá könnunum nokkrum dögum fyrr, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Muninn á könnunum og kosningaúrslitum má þó hugsanlega skýra með dræmri kjörsókn. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, segir að stórsókn Framsóknarflokksins auk varnarsigurs Sjálfstæðisflokks og taps Bjartar framtíðar veki athygli í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert