Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, verður forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, formaður borgarráðs.
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, fær sæti í borgarráði og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður borgarstjóri samkvæmt samkomulagi um meirihlutasamstarf flokkanna fjögurra í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.
Samkomulagið verður kynnt í dag með fyrirvara um samþykki flokksstofnana, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.