Rannsaka minnkandi kjörsókn

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra und­ir­ritaði í dag sam­starfs­samn­ing sem fel­ur í sér rann­sókn á kjör­sókn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um sem fóru fram í lok maí­mánaðar. Rann­sókn­in er sam­starfs­verk­efni inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, Há­skóla Íslands og doktorsnema við Há­skól­ann í Mann­heim.

Rann­sókn­in miðar að því að kanna ástæður fyr­ir minnk­andi kjör­sókn, en sem kunn­ugt er var kjör­sókn í nýliðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um minni en hún hef­ur nokkru sinni verið í sögu lýðveld­is­ins. Á land­inu öllu var heild­ar­kjör­sókn 65,9% og í stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins, Reykja­vík, Kópa­vogi og Hafnar­f­irði, var hún alls staðar und­ir 63%. Í kosn­ing­un­um 2010 hafði kjör­sókn minnkað mikið frá því í kosn­ing­un­um áður eða frá 78,7% árið 2006 niður í 73,5%.

Í frétt á vef inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að leitað verði svara við þeim spurn­ing­um af hverju kjós­end­ur hafi tekið þátt eða ekki, hvaða áhrif það hafi haft og hvernig hægt sé að bregðast við því.

Hanna Birna seg­ir að rétt­ur­inn til að kjósa sé mik­il­væg­ur þátt­ur í lýðræðis­sam­fé­lagi og það sé því áhyggju­efni ef færri kjós­end­ur nýta sér þenn­an rétt. „Við telj­um rétt að láta kanna ástæður þess og við von­um að þessi rann­sókn varpi ljósi á það. Í fram­hald­inu mun­um við, ásamt fjöl­mörg­um öðrum aðilum, ræða með upp­byggi­leg­um og já­kvæðum hætti lausn­ir og leiðir til að tryggja áfram öfl­uga þátt­töku í kosn­ing­um á Íslandi,“ er haft eft­ir henni í frétt­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert