Þorgrímur líklega í framboð

Þorgrímur Þráinsson átti 25 ára rithöfundarafmæli í fyrra.
Þorgrímur Þráinsson átti 25 ára rithöfundarafmæli í fyrra. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Ég viðurkenni það alveg að ég hef íhugað þetta vandlega og mér finnst allar líkur á því að ég bjóði mig fram, þótt ég hafi ekki ætlað að tilkynna það fyrr en bara einhvern tímann eftir áramót,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrverandi knattspyrnumaður um mögulegt framboð til embættis forseta Íslands.

Þorgrímur segir að sér hafi verið ýtt út í atburðarás sem hann hefur enga stjórn á eftir að óþekktur aðili birti færslu á Facebook-aðganginum „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016", sem skrifuð er í nafni Þorgríms.

Þorgrímur segist ekki vita hver stendur að baki uppátækinu en hyggst athuga til hvaða ráða hann getur gripið, enda sé ljóst að þarna siglir einhver undir fölsku flaggi.

Hvað varðar mögulegt framboð segir hann:

„Ég er að fylgja mínu innsæi og mig langar í framboð hvort sem það verður til þess að ég nái kjöri eða ekki. Það verður tíminn að leiða í ljós. Og mér finnst í rauninni tækifærin sem embættið býður upp á áhugaverð, miklu frekar en að verða forseti. Ég hef verið talsmaður heilbrigðis og mannúðar og réttlætis í gegnum árin og langar að halda áfram að tala á þeim vettvangi. Það er það sem hvetur mig áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert