Icesave-málið stærsta afrek Ólafs

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ákvðrðun Ólafs Ragnars ekki hafa komið …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ákvðrðun Ólafs Ragnars ekki hafa komið sér á óvart. Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki hafa komið sér á óvart að Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands.

„Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart með vísan til þess sem hann hafði áður sagt og ekki síður með vísan til þess hversu vel honum hefur tekist að skapa traustan grundvöll fyrir Arctic Circle-ráðstefnunni, sem hann ræðir um í þessu ávarpi, sem verkefni fyrir sig til að vinna um ókomin ár,“ segir Bjarni.

Hann segir brotthvarf Ólafs vera mikil tímamót eftir „óvenjulangan feril" sem forseti. Hann segir jafnframt eftirtektarvert hvaða mynd forsetinn dró upp af stöðu landsins í nýársávarpinu. „Ætli hans stærsta afrek á forsetaferlinum hafi ekki verið að færa þjóðinni réttinn til að útkljá Icesave-deiluna.“

Bjarni segir ótímabært að velta fyrir sé hver muni taka við af Ólafi sem forseti Íslands. „Það verður spennandi að sjá hvaða fólk er tilbúið til að gefa kost á sér. Þetta breytir miklu fyrir allan aðdraganda kosninganna sem verða um mitt næsta ár.“

Frétt mbl.is: Býður sig ekki fram til endurkjörs 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert