Hrósar forsetanum fyrir þjóðrækni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Ólafur Ragnar Grímsson hefur haft mikil og jákvæð áhrif í stórum málum. Óþarfi er að rekja Icesave-söguna en ótrúlegur árangur hans í að gera Ísland að miðpunkti norðurslóða er gífurlega mikilvægur og mun skipta miklu máli til framtíðar.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins í samtali við mbl.is aðspurður um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að sækjast ekki eftir endurkjöri í forsetakosningunum í vor.

Sigmundur segir ástæður til þess að hrósa forsetanum fyrir þjóðrækni og að „hafa talað máli Íslands með afdráttarlausum hætti á alþjóðavettvangi, eins og forseta ber.“

„„Loks má nefna að áhersla hans á mikilvægi þess að við kunnum að meta kosti Íslands og leggjum áherslu á jákvæðni og forðumst neikvæðni er mjög mikilvæg, ekki hvað síst nú um stundir. Þjóðhöfðingi þarf að hafa trú á landinu og þjóðinni, menningu hennar og sögu,“ bætir Sigmundur við. „Vonandi auðnast nýjum forseta að gera það af sama afdráttarleysi og Ólafur Ragnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert