„Ótrúlegt ævintýri“

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur.
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, sem tilkynnti forsetaframboð sitt á Facebook á nýársdag, þakkar í nýjustu færslu sinni fyrir stuðninginn.

„Ég vil þakka þeim sem hafa skoðað síðuna, lækað og jafnvel skrifað komment, það er ótrúlegt ævintýri, ég er líka búin að fá tilboð, einn sagðist vilja vera PR maðurinn minn, ein kona vildi vera stílistinn minn og sá þriðji vildi vera bílstjórinn minn. Já svo er best að segja eitthvað um æsku landsins. Ég man þegar ég var unglingur þá gekk ég um göturnar á nóttunni og hugleiddi tilgang lífsins,“ skrifar Elísabet.

Á Facebook-síðunni Forsetaframboð Elísabetar birtir hún myndskeið með hugleiðingum sínum og einnig fjallar hún um stefnumál sín.

„Aðalmálið eru börnin, það verður leikskóli á Bessastöðum, barnaleikhús og smiðjur fyrir börn. Auðvitað trampólín!!“ skrifar Elísabet m.a. „Æðarvarp, fjós, fjóshaugur, trilluútgerð, netheimar, stjörnuskoðun, .... Það eru ekki bara „stóru málin“ sem verður að leysa heldur málin sem krauma undir yfirborðinu, hér eru börn í góðum málum sem vinna sigra og líður vel, en það eru líka börn sem vilja taka líf sitt, ég ræddi við eina menningarstofnun, af hverju mega þessi börn og unglingar ekki búa til listaverk um hvernig þeim líður... það er liðið ár og ég hef ekkert heyrt, börn eru hvort sem okkar líkar vel eða illa, framtíðin, það er ekki frasi, ég man þegar ég eignaðist eina ömmustelpuna og var að líma upp mynd af henni á heimilli mínu, þá fannst mér að ég hefði lifað öll þessi ár, öll þessi ár í húsinu, fyrir þetta eina augnablik, framtíðina ...“

Elísabet Jökulsdóttir er fædd 16. apríl. 1958.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert