Jón Gnarr ekki í forsetaframboð

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Ómar

Jón Gn­arr, rit­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár hjá 365 og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, mun ekki gefa kost á sér í embætti for­seta Íslands. Til­kynnti hann þetta í beinni sjón­varps­út­send­ingu í þætt­in­um Ísland Today sem sýnd­ur var á Stöð 2 að lokn­um kvöld­frétt­um. 

„Mér finnst vænt um það að fólki langi til þess og það er alltaf verið að hringja í mig og spyrja um þetta. En nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til for­seta Íslands,“ sagði Jón og bætti við að hann úti­loki hins veg­ar ekki að bjóða sig fram til for­seta síðar.

„Ég hef fundið fyr­ir gríðarlega mikl­um stuðningi og hef­ur ólík­leg­asta fólk nálg­ast mig með þetta í huga. Þetta hef­ur í raun komið reglu­lega upp frá því að ég lét af embætti borg­ar­stjóra,“ sagði Jón í sam­tali við mbl.is í gær, en þá var fjallað um hugs­an­legt for­setafram­boð hans.

Með Jóni í þætt­in­um var Sig­ur­jón Kjart­ans­son hand­rits­höf­und­ur og Vikt­oría Her­manns­dótt­ir hjá 365. Sig­ur­jón var jafn­framt spurður af Jóni hvort hann hefði í hyggju að bjóða sig fram til for­seta Íslands. En Sig­ur­jón úti­lok­ar það með öllu.

For­seta­kosn­ing­ar verða haldn­ar 25. júní næst­kom­andi og hafa þegar nokk­ur fram­boð verið til­kynnt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert