Jón Gnarr ekki í forsetaframboð

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Ómar

Jón Gn­arr, rit­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár hjá 365 og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, mun ekki gefa kost á sér í embætti for­seta Íslands. Tilkynnti hann þetta í beinni sjónvarpsútsendingu í þættinum Ísland Today sem sýndur var á Stöð 2 að loknum kvöldfréttum. 

„Mér finnst vænt um það að fólki langi til þess og það er alltaf verið að hringja í mig og spyrja um þetta. En nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta Íslands,“ sagði Jón og bætti við að hann útiloki hins vegar ekki að bjóða sig fram til forseta síðar.

„Ég hef fundið fyr­ir gríðarlega mikl­um stuðningi og hef­ur ólík­leg­asta fólk nálg­ast mig með þetta í huga. Þetta hef­ur í raun komið reglu­lega upp frá því að ég lét af embætti borg­ar­stjóra,“ sagði Jón í samtali við mbl.is í gær, en þá var fjallað um hugsanlegt forsetaframboð hans.

Með Jóni í þættinum var Sig­ur­jón Kjart­ans­son hand­rits­höf­und­ur og Viktoría Hermannsdóttir hjá 365. Sigurjón var jafnframt spurður af Jóni hvort hann hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta Íslands. En Sigurjón útilokar það með öllu.

For­seta­kosn­ing­ar verða haldn­ar 25. júní næst­kom­andi og hafa þegar nokk­ur fram­boð verið til­kynnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert