Katrín nýtur mestra vinsælda

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Ný könnun Félagsvísindastofnunar á því hvern fólk vill helst sjá sem forseta Íslands er birt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Katrín Jakobsdóttir er sú sem flestir nefna. Tveir þriðju svarenda eru þó óákveðnir. 

Rúmlega fimmtungur þátttakenda í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði dagana 5.-16. janúar vill að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Katrín hefur talsverða sérstöðu í könnuninni þar sem enginn annar en hún nær upp í tveggja stafa prósentutölu.

Ólafur Jóhann Ólafsson kemur næstur á eftir Katrínu í könnuninni með 8,8%. Hvorugt þeirra er þó formlega í framboði til embættis forseta Íslands. Þorgrímur Þráinsson er sá eini af þeim efstu í könnuninni sem formlega hefur lýst yfir framboði en 6,4% svarenda segjast helst vilja hann sem forseta. Aðrir yfirlýstir frambjóðendur komast ekki á blað í könnuninni.

Könnunin var netkönnun sem send var 2001 einstaklingi. Svarhlutfall var um 60%. Spurt var í tvennu lagi, fyrst var lögð opin spurning fyrir fólk sem hljóðar svo „Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands?“Síðan voru óákveðnir spurðir áfram en í seinni spurningunni var þeim sýndur listi með 15 nöfnum einstaklinga sem ýmist hafa lýst yfir framboði eða verið orðaðir við forsetaframboð. 

Fjallað er um könnunina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert