„Ég ætla að hugsa málið alvarlega“

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. mbl.is(Árni Sæberg

Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunnar, segist nú vera að „hugsa málið alvarlega“ eftir hópur fólks skoraði á hana að bjóða sig fram sem forseta Íslands. Í frétt mbl.is í gær kom fram að hópur fólks hafi sent frá sér tilkynningu þar sem því var lýst yfir að hún hefði allt til að bera að vera í hlutverki forseta.

„Hún gæti orðið öfl­ugt sam­ein­ing­ar­tákn lands­manna og náð til fólks. Hún væri án nokk­urs efa glæsi­leg­ur full­trúi okk­ar á er­lend­um vett­vangi. Reynsla henn­ar og mennt­un hent­ar vel til að sinna af þekk­ingu og alúð þeim vanda­sömu verk­efn­um sem fylgja starfi for­seta Íslands,” segir í yfirlýsingunni. Er þar jafnframt tekið fram að Salvör hafi aldrei tekið þátt stjórn­mála­starfi eða verið í stjórn­mála­flokki.

Fyrri frétt mbl.is: Skora á Salvöru Nordal í forsetaframboð

Í samtali við mbl.is segist Salvör þykja ótrúlega vænt um þann stuðning sem hún hefur fengið og nú muni hún skoða næstu skref. „Ég ætla að hugsa málið alvarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert