Katrín ætlar ekki í framboð

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, þingkona og formaður VG, mun ekki bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Katrín greinir frá þessu á Facebook. Þar segist hún vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu.

„Fjölmargir hafa haft samband að undanförnu og hvatt mig til að bjóða mig fram sem forseta Íslands. Fólk sem ég þekki vel og fólk sem ég þekki ekkert, fólk hvaðanæva af landinu, fólk af öllum stéttum, konur og karlar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafa birst kannanir þar sem einhverjir virtust telja mig heppilega í þetta embætti,“ skrifar Katrín á Facebook og bætir við að af þessum sökum hafi henni ekki fundist hún geta annað en hugleitt málið alvarlega í nokkra daga.

Fyrri frétt mbl.is: Veltir fyrir sér forsetaframboði

„Ég hef líka tekið eftir gagnrýni frá einstaka mönnum sem eru duglegir að tjá sig, virðast óttast framboð mitt meira en góðu hófi gegnir og ráða ekki almennilega við þá hugmynd að konur taki eigin ákvarðanir,“ skrifar hún ennfremur og bætir við að það sem standi þó upp úr séu mörg góð orð frá „stórum og fjölbreyttum hópi fólks sem ég ber virðingu fyrir og vil þakka hvatninguna.

Óháð þessum jákvæðu viðbrögðum en einnig algjörlega burtséð frá þeim neikvæðu hef ég hins vegar tekið þá ákvörðun að skipta ekki um skoðun. Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni.“

Kæru vinir!Fjölmargir hafa haft samband að undanförnu og hvatt mig til að bjóða mig fram sem forseta Íslands. Fólk sem...

Posted by Katrín Jakobsdóttir on Wednesday, March 9, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert