Stefán Jón Hafstein segist hugsandi yfir breyttri stöðu sem ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, um að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands, leiðir til. Stefán Jón staðfestir að hann hafi velt fyrir sér framboði og hafi ekki aftekið neitt í þeim efnum en hann starfar nú sem forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda. Hann hefur síðan í haust staðið fyrir umræðu um hlutverk forsetaembættisins á samskiptamiðlum og í fjölmiðum.
„En núna er landið breytt og það erindi sem ég hef talað fyrir er í raun ekkert síður brýnt nú en áður. Almannahagsmunir þurfa traustan trúnaðarmann á Bessastöðum, að kjósa slíkan frambjóðanda er markmið mitt," segir Stefán Jón.
„Ég mun því halda áfram að ræða við fólk og benda á það tækifæri sem felst í að kjósa framsækinn forseta.“