Aukin eftirspurn eftir Ólafi Ragnari

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að eftirspurn eftir því að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig aftur fram til forseta hafi vaxið eftir pólitískt umrót liðinnar viku.

„Í svona pólitísku umróti eins og varð í vikunni, þá er eftirspurn eftir fólki sem hefur yfirsýn. Ólafur Ragnar hefur verið lengi forseti og staðið vaktina. Margir treysta honum og núna blasir óvissan við í pólitíkinni. Óvissa er um hvenær kosningar verða, hverjar niðurstöður þeirra verða og hvaða stjórnmálaflokkar geta unnið saman.

Ef við stöndum frammi fyrir stjórnarkreppu eftir kosningar þá segir reynslan að það geti reynt á forsetann að reyna að leiða saman forystumenn flokkanna til að mynda ríkisstjórn. Í því samhengi þá jókst eftirspurnin eftir Ólafi, því að óvissan jókst allt í einu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert