Forseti geti leitt saman ólíka hópa

Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi.
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lýðræði, náttúra og menning eru þær þrjár stoðir sem forseti Íslands þarf að gæta að. Það sagði Andri Snær Magnason, rithöfundur, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands fyrir fullum sal stuðningsmanna í Þjóðleikhúsinu fyrir skemmstu.

Andri Snær sagði í ræðu sinni er hann tilkynnti um framboðið að umhverfismál séu og verði stærsta áskorun 21. aldarinnar. „Þjóðgarður á hálendi Íslands er ein af þeim hugmyndum sem við gætum látið verða að veruleika,“ sagði Andri Snær við mikinn fögnuð stuðningsmanna hans.

Um nýja stjórnarskrá sagði Andri Snær ferlið laskað en ekki ónýtt. Sagði hann brýnt að vinnu við nýja stjórnarskrá verði lokið og stjórnarskráin þyrfti að eiga fótfestu í þjóðfundinum.

Klæddur bláum jakkafötum, með vínrautt bindi og í ljósbrúnum skóm sagði Andri Snær forseta landsins geta leitt saman ólíka hópa, látið andstæður mætast.

Fundur Andra Snæs var fjölsóttur.
Fundur Andra Snæs var fjölsóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert