„Velkominn í slaginn“

Hrannar Pétursson ásamt eiginkonu sinni, Margréti Arnardóttur.
Hrannar Pétursson ásamt eiginkonu sinni, Margréti Arnardóttur. mbl.is/Eggert

„Ég segi bara við Ólaf Ragnar: „Velkominn í slaginn“. Hann verðugur meðframbjóðandi,“  segir Hrannar Pétursson um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Íslands.

Hrannar, sem rekur eigið upplýsinga- og samskiptafyrirtæki, tilkynnti um framboð sitt fyrir tæpum mánuði síðan.

Frétt mbl.is: Hrannar kynnir framboð

Spurður hvort hann hafi búist við framboði Ólafs Ragnars segist hann hafa verið óviss. „Hann hefur stundum haft það orð á sér að vera ekki beint fyrirsjáanlegur en það verður áhugavert að sjá hvernig úr mun spilast.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka