60% ánægð með Ólaf Ragnar

Ólafur á Bessastöðum í gær.
Ólafur á Bessastöðum í gær. mbl.is/Golli

Ríflega 60% þjóðarinnar eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt könnun sem MMR framkvæmdi í byrjun apríl. Ánægjan hefur aukist um 13% frá því fyrirtækið gerði sambærilega könnun um miðjan desember sl.

Athygli vekur að 99% svarenda sem sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði í dag, voru mjög ánægðir eða mjög ánægðir með forsetann. Sama sögðu hins vegar aðeins 27% stuðningsmanna Samfylkingarinnar.

Þá voru þeir sem lokið hafa háskólanámi ólíklegri til að vera ánægð með störf forseta, en aðeins 20% þeirra sögðust mjög ánægðir með Ólaf.

Fjöldi þátttakenda var 987 og var könnunin framkvæmd dagana 4.-5. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert