Ólafur í hópi með einræðisherrum

Ólafur Ragnar Grímsson er hann tilkynnti að hann bjóði sig …
Ólafur Ragnar Grímsson er hann tilkynnti að hann bjóði sig fram að nýju til forseta. mbl.is/Golli

Aðeins einn þjóðarleiðtogi í Evrópu sem er ekki af konungsættum hefur setið lengur en Ólafur Ragnar Grímsson í embætti, eða Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ólafur Ragnar hefur verið forseti í tæpa tvo áratugi á meðan Lukasjenko hefur verið í 22 ár í embætti, að því er vb.is greindi frá.  

Ólafur er í 17.  sæti ef skoðaður er listi yfir núverandi ókonungborna þjóðhöfðingja sem hafa verið lengst við völd. Er hann þar í hópi með mörgum einræðisherrum, flestum frá Afríkuríkjum.

Hér má sjá lista vb.is yfir þjóðhöfðingjana:

1. Paul Biya (Kamerún) - 40 ár og 293 dagar

2. Mohamed Abdelaziz (Vestur-Sahara) - 39 ár og 232 dagar

3. Teodoro Obiang Nguema Mbasogo (Miðbaugs-Gínea) - 36 ár og 259 dagar

4. Jose Eduardo dos Santos (Angóla) - 36 ár og 221 dagar

5. Robert Mugabe (Simbabve) - 36 ár

6. Ali Khamenei (Íran) - 34 ár og 188 dagar

7. Hun Sen (Kambódía) - 31 ár og 95 dagar

8. Yoweri Museveni (Úganda) - 30 ár og 80 dagar

9. Nursultan Nazarbayev (Kasakstan) - 26 ár og 301 dagar

10. Islam Karimov (Úsbekistan) - 26 ár og 300 dagar

11. Omar al-Bashir (Súdan) - 26 ár og 293 dagar

12. Idriss Déby (Tsjad) - 25 ár og 138 dagar

13. Isaias Afwerki (Eritrea) - 24 ár og 357 dagar

14. Emomali Rahmon (Tadsjikistan) - 23 ár og 151 dagar

15. Alexander Lukashenko (Hvíta-Rússland) - 21 ár og 273 dagar

16. Yahya Jammeh (Gambía) - 21 ár og 271 dagar

17. Ólafur Ragnar Grímsson (Ísland) 19 ár og 261 dagar

Robert Mugabe, forseti Simbabve.
Robert Mugabe, forseti Simbabve. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert