Frambjóðendur endurmeta stöðuna

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það má vel vera að ég sé að draga í land,“ seg­ir Bær­ing Ólafs­son for­setafram­bjóðandi. Hann fer nú yfir mál viðvíkj­andi fram­boði sínu og hyggst til­kynna um næstu skref með frétta­til­kynn­ingu á morg­un.

„Þið fáið til­kynn­ing­una fyr­ir klukk­an átta í fyra­málið,“ sagði Bær­ing þegar mbl.is spurði hann frek­ar út í mála­vöxtu. Er­indi blaðamanns var að kanna hvernig kosn­inga­bar­átta hans gengi.

Bær­ing sagði í sam­tali við mbl.is í síðustu viku þegar Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti til­kynnti um að hann hygðst sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri - önd­vert fyrri yf­ir­lýs­ingu - vera ósátt­ur við þá ákvörðun.  „Þetta kem­ur mér gjör­sam­lega á óvart. Ég tel það al­veg greini­legt fyr­ir alla þjóðina að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son er ekki maður sinna orða,“ sagði Bær­ing þá.

Í viðtali við mbl.is á fyrri stig­um sagðist Bær­ing hafa ætlað að bjóða sig fram fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2012. Hefði hins veg­ar hætt við því hann vildi ekki bjóða sig fram gegn sitj­andi for­seta.

Alls eru tólf fram­bjóðend­ur komn­ir fram auk Bær­ings; Andri Snær Magna­son, Ari Jóseps­son, Ástþór Magnús­son, Bene­dikt Kristján Mewes, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Guðrún Mar­grét Páls­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Hild­ur Þórðardótt­ir, Hrann­ar Pét­urs­son, Magnús Ingi Magnús­son, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og Sturla Jóns­son.

Fram­bjóðend­urn­ir Vig­fús Bjarni Al­berts­son, Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son og Heim­ir Örn Hall­gríms­son hafa kippt að sér hend­inni - og eru hætt­ir við.

„Það geng­ur mjög illa og mér finnst ósenni­legt að ég nái þeim fjölda meðmæl­enda að ég geti lagt inn fram­boð,“ seg­ir for­setafram­bjóðand­inn Bene­dikt Kristján Mewes mjólk­ur­fræðing­ur við mbl. „Þó vil ég ekki gef­ast upp enda myndi það valda stuðnings­mönn­um mín­um von­brigðum,“seg­ir Bene­dikt. Hann und­ir­strik­ar þó að enn séu nokkr­ar vik­ur til stefnu - en ljóst megi vera að á bratt­ann sé að sækja.

Bæring Ólafsson forsetaframbjóðandi.
Bær­ing Ólafs­son for­setafram­bjóðandi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert