Sigurður Bogi Sævarsson
Kúvending Ólafs Ragnars Grímssonar um að gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta skapar nýjar átakalínur í baráttunni. Þetta segir Hrannar Pétursson, sem þegar hefur tilkynnt framboð, í samtali við Morgunblaðið í dag. Aðrir taka í sama streng. Bæring Ólafsson gaf út seint í gærkvöldi að hann væri hættur við framboð sitt.
Að undanförnu hefur Hrannar Pétursson fundað með kjósendum, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík, þar sem hann er uppalinn. „Ég tel að baráttan fari ekki af stað af neinum krafti fyrr en nær dregur kosningum og þegar kannanir koma, sem er óskandi að verði ekki fyrr en frambjóðendum hefur gefist kostur á að kynna sjónarmið sín,“ útskýrir Hrannar.
Andri Snær Magnason fundaði í síðustu viku á Vestfjörðum, Akureyri og austur á fjörðum og Halla Tómasdóttir opnaði kosningaskrifstofu sína í Kópavogi á sumardaginn fyrsta.