Sigrún og Guðni enn að meta stöðuna

Sigrún Stefánsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson.
Sigrún Stefánsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is

„Ég er ekki búin að gera þetta upp við mig. Ég er svona pínu­lítið að sjá hvernig hlut­irn­ir þró­ast hjá öðrum. En það nátt­úru­lega breytti miklu þegar for­set­inn skipti um skoðun,“ seg­ir Sigrún Stef­áns­dótt­ir, for­seti hug- og fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, um mögu­legt fram­boð til embætt­is for­seta Íslands.

Sigrún hyggst gefa sér þessa viku til að ákveða hvort hún fer fram.

For­seta­kosn­ing­ar fara fram 25. júní næst­kom­andi en frest­ur til að til­kynna um fram­boð renn­ur út fimm vik­um áður, eða 21. maí.

Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur er meðal þeirra sem hafa fengið áskor­an­ir um fram­boð.

„Ég er eins bjart­sýnn og kapp­sam­ur og fyrri dag­inn, en sit hér í Reyk­holti í Borg­ar­f­irði og lýk við bók mína um embætti for­seta Íslands og þá sem því hafa gengt, og ýti um leið til  hliðar öll­um áform­um um framtíðina,“ sagði hann þegar mbl.is ræddi við hann fyr­ir stundu.

„Í dag lít ég um öxl, ekki fram á við, og bið fólk að virða það.“

Guðni seg­ist ekki hafa sett sér ákvörðun­ar­frest, enda viti eng­inn hvað ger­ist næst.

„Allt er háð stöðunni hverju sinni og þannig lagað eng­in þörf á því að setja sér ein­hverja eindaga að óþörfu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert