Dregur framboðið til baka

Hrannar Pétursson tilkynnti á fundi með forsetaframbjóðendum í hádeginu að …
Hrannar Pétursson tilkynnti á fundi með forsetaframbjóðendum í hádeginu að hann hefði dregið framboð sitt til baka. mbl.is/Golli

Hrann­ar Pét­urs­son ætl­ar að draga fram­boð sitt til for­seta Íslands til baka. Þessu lýsti hann yfir á fundi fram­bjóðenda í Há­skól­an­um i Reykja­vík í há­deg­inu. Ástæðuna seg­ir hann óvænta ákvörðun for­set­ans um að bjóða sig fram til end­ur­kjörs.

Ákvörðun Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta, að bjóða sig aft­ur fram í embættið breytti eðli kosn­ing­anna og var óvænt, að sögn Hrann­ars. Í ljósi aðstæðnanna sagði hann draga fram­boð sitt til for­seta til baka.

Sýn hans á embættið væri óbreytt. For­seti ætti að tala yfir átakalín­ur og sætta ólíka sjón­ar­mið. Þakkaði hann þeim sem hefðu lagt hon­um lið í fram­boði sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka