Mjög skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að gefa áfram kost á sér í forsetaembættið í forsetakosningunum í sumar en áður hafði hann lýst því yfir í áramótaávarpi að hann ætlaði að hætta sem forseti eftir kosningarnar.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallup en fjallað var um þær í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að 44% væru ánægð með ákvörðun Ólafs Ragnars en 43% óánægð. Þar af voru 22% alfarið ánægð með ákvörðunina, 13% mjög ánægð og 10% frekar ánægð. Hins vegar eru 23% alfarið óánægð með ákvörðunina, 9% mjög óánægð og 11% frekar óánægð. 13% voru hvorki ánægð eða óánægð með ákvörðunina.
Fram kom í fréttinni að meiri ánægja væri með ákvörðun Ólafs á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri meiri ánægja með hana á meðal tekjulægsta hópsins og þess tekjuhæsta.