Guðni slær „sagnfræðilegt“ met

Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýnir Guðna Th. Jóhannesson fyrir að hafa …
Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýnir Guðna Th. Jóhannesson fyrir að hafa gagnrýnt aðra frambjóðendur. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti, seg­ist undr­andi á að Guðni Th. Jó­hann­es­son skuli hafa gagn­rýnt aðra fram­bjóðend­ur á fyrstu dög­um eig­in fram­boðs. Með því slái hann sagn­fræðilegt met. For­set­inn seg­ist ekki hafa leitt hug­ann að mögu­leik­an­um á að draga fram­boð sitt til baka „á þessu stigi“.

Í viðtali við mbl.is í dag sagði Ólaf­ur Ragn­ar að um­fjöll­un um meinta af­l­ands­fé­laga­eign eig­in­konu hans, Dor­rit­ar Moussai­ef, hefði eng­in áhrif á fram­boð hans til for­seta. Staðreynd­ir máls­ins séu þannig að þær geti ekki haft áhrif á það.

Fram­boð hans hafi verið til­komið af öðrum ástæðu sem tengd­ust því hvernig hug­ar­far hluta þjóðar­inn­ar var í fram­haldi af þeim at­b­urðum sem urðu í byrj­un apríl.

„Eins og ég út­skýrði á blaðamanna­fundi þá var höfðað sterkt til mín að gefa kost á mér aft­ur og af ákveðinni skyldu­til­finn­ingu og ábyrgð gagn­vart því trausti sem mér hef­ur verið sýnt þá varð ég við því. En ég lýsti því jafn­framt yfir á blaðamanna­fund­in­um að aðal­atriðið væri að þjóðin fyndi sér for­seta sem hún væri sæmi­lega sátt við. Ef þjóðin fyndi sér ann­an til að vera for­seti sem hún væri sæmi­lega sátt við þá myndi ég bara taka því fagn­andi,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Vilji hans og eig­in­konu hans hafi staðið til þess að ljúka dvöl þeirra á Bessa­stöðum í sum­ar. Þau hafi verið byrjuð að gera ráðstaf­an­ir til þess. Til dæm­is seg­ist Ólaf­ur Ragn­ar hafa verið bú­inn að hefja viðræður við þjóðskjala­safnið um að koma skjöl­um og öðrum gögn­um sem tengj­ast tíma hans í embætt­inu fyr­ir í varðveislu þeirra og gera þau aðgengi­leg fyr­ir fræðimenn. Und­ir­bún­ing­ur þeirra fyrstu þrjá mánuði árs­ins hafi miðast við brott­flutn­ing af Bessa­stöðum.

Fram­bjóðend­urn­ir spiluðu inn í

Þegar Ólaf­ur Ragn­ar til­kynnti óvænt að hann sækt­ist eft­ir end­ur­kjöri á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum 18. apríl var hann meðal ann­ars spurður hvort að þeir fram­bjóðend­ur sem þá voru komn­ir fram hafi haft eitt­hvað um sinna­skipt­in að segja.

For­set­inn neitaði því þá en seg­ir nú að marg­ir þeirra sem lögðu fast að hon­um að breyta fyrri ákvörðun um að gefa ekki kost á sér áfram hafi vísað til þess að ekki væri mik­ill stuðning­ur á meðal þjóðar­inn­ar við þá rúm­lega tíu for­setafram­bjóðend­ur sem þá voru komn­ir fram.

„Það var ein af mörg­um ástæðum fyr­ir utan margt annað. Þjóðin er auðvitað búin að læra það á und­an­förn­um árum, bæði í Ices­a­ve-mál­inu og svo núna í byrj­un apríl, að á ör­laga­stund­um get­ur það skipt miklu hver sit­ur hér á Bessa­stöðum,“ seg­ir hann.

Fjöldi manns hefur boðið sig fram til forseta. Þeir sem …
Fjöldi manns hef­ur boðið sig fram til for­seta. Þeir sem skoruðu á Ólaf Ragn­ar að bjóða sig fram aft­ur vísuðu meðal ann­ars til lít­ils stuðnings við þá. mbl.is/​Golli

Kosn­ing­arn­ar tekið ákveðinni þróun

Eft­ir að for­set­inn til­kynnti um að hann sækt­ist eft­ir end­ur­kjöri þvert á yf­ir­lýs­ingu sína í ára­móta­ávarpi helt­ust nokkr­ir for­setafram­bjóðend­ur úr lest­inni. Á upp­stign­ing­ar­dag til­kynnti sagn­fræðing­ur­inn Guðni Th. Jó­hann­es­son hins veg­ar um fram­boð sitt og hafa fyrstu skoðanakann­an­ir bent til þess að hann njóti næst­mests stuðnings á eft­ir Ólafi Ragn­ari og að hann gæti jafn­vel velgt sitj­andi for­seta und­ir ugg­um.

Spurður að því hvort að aðstæður hafi breyst síðan hann til­kynnti um sinna­skipti sín seg­ist Ólaf­ur Ragn­ar ekki ætla að kveða upp dóm um það á þessu stigi.

„En sem bet­ur hafa þess­ar öld­ur mót­mæla lægt og það er svona meiri friðsemd í sam­fé­lag­inu. For­seta­kosn­ing­arn­ar hafa tekið ákveðinni þróun. Það eru staðreynd­ir sem blasa við,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Spurður að því hvort hann hygg­ist nýta sér það að for­setafram­bjóðandi sé kom­inn fram sem mæl­ist með meira fylgi í fyrstu skoðana­könn­un­um en Vig­dís fékk þegar hún var kjör­in for­seti til þess að hverfa aft­ur til fyrri áforma sinna um að yf­ir­gefa Bessastaði og draga fram­boð sitt til baka seg­ist Ólaf­ur Ragn­ar ekki hafa leitt hug­ann að því á þessu stigi.

„For­send­ur fram­boðs míns á sín­um tíma voru ann­ars veg­ar að bregðast af skyldu­rækni við þeim ein­dregnu ósk­um sem mér bár­ust að yf­ir­gefa ekki skipið við þess­ar aðstæður og svo hins veg­ar það sem ávalt hef­ur verið mín afstaða, ef þjóðin fyndi sér ann­an ein­stak­ling sem hún gæti vel við unað sem for­seta þá myndi ég taka því vel eins og ég sagði í yf­ir­lýs­ingu minni,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar sem vill ekki svara því frek­ar hvort að til greina komi að draga fram­boð sitt til baka.

Undr­andi á gagn­rýni Guðna

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir að all­ir for­setafram­bjóðend­urn­ir séu ágæt­is­fólk. Sjálf­ur hafi hann tamið sér að tala af mik­ill virðingu um aðra fram­bjóðend­ur þegar hann bauð sig fyrst fram árið 1996. Þannig hafi hann ætíð nefnt þá meðfram­bjóðend­ur sína en ekki mót­fram­bjóðend­ur.

Því seg­ist for­set­inn hafa verið dá­lítið undr­andi á því að Guðni skyldi hafa byrjað á því að gagn­rýna Andra Snæ Magna­son og Sturlu Jóns­son á fyrstu dög­um fram­boðs síns fyr­ir að vera í raun í vit­lausu fram­boði, að þeir ættu að vera í fram­boði til Alþing­is. Guðni sagði þá að hann teldi að for­set­inn eigi að standa utan fylk­inga og ekki berj­ast fyr­ir ákveðnum málstað.

„Það er ein­hvern veg­inn al­veg nýtt. Það má segja að Guðni slái það sagn­fræðilega met með þessu að hann er fyrsti fram­bjóðandi til for­seta­kjörs í sögu lýðveld­is­ins sem byrj­ar á því að ráðast á aðra fram­bjóðend­ur,“ seg­ir for­set­inn.

Guðni Th. Jóhannesson þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt á …
Guðni Th. Jó­hann­es­son þegar hann til­kynnti um for­setafram­boð sitt á upp­stign­ing­ar­dag. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Sturla háð „hetju­lega bar­áttu“ gegn banka­kerf­inu

Þannig tel­ur for­set­inn ekki mik­inn sóma í því hjá Guðna að gagn­rýna Sturlu sem Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir hafa háð „harða og hetju­lega bar­áttu við banka­kerfið“ á Íslandi og fórnað miklu sjálf­ur í þágu þeirr­ar bar­áttu.

„Ef hann vill nota for­seta­kosn­ing­arn­ar til að kynna hug­sjón­ir þeirr­ar bar­áttu og glímu hans við valda­öfl­in á Íslandi þá er bara sjálfsagt að hann fari í for­setafram­boð og það á ekk­ert að vera að finna að því. Ef Andri Snær vill nota for­seta­embættið til að efla stuðning við þjóðgarð á Íslandi þá er það líka bara mjög fínt,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

For­seta­embættið geti nýst í þess­um efn­um og nefn­ir Ólaf­ur Ragn­ar að hann hafi sjálf­ur beitt sér fyr­ir því að norður­slóðir yrðu stór hluti af viðfangs­efn­um Íslands og Vig­dís Finn­boga­dótt­ir hafi beitt sér fyr­ir því að um­hverf­is­vernd og land­græðsla hefðu meiri sess en þau höfðu þegar hún var fyrst kjör­in.

„For­setafram­bjóðandi og for­seti sem yrði kjör­inn get­ur auðvitað stuðlað að því að þjóðin og þingið nái sam­stöðu um þjóðgarð á há­lend­inu. Ég skil bara ekki af hverju að Guðni var að gera at­huga­semd­ir við það að þess­ir tveir ágætu menn væru að fara í for­setafram­boð með þess­ar hug­sjón­ir. Mér finnst það bara sjálfsagt og eðli­legt,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Viðtal mbl.is við Ólaf Ragn­ar um meint af­l­ands­félga­tengsl eig­in­konu hans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert