„Þessi könnun skipti nákvæmlega engu máli“

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hafn­ar því að niður­stöður skoðana­könn­un­ar MMR sem birt­ar voru í morg­un hafi haft eitt­hvað með ákvörðun hans að gera, enda sýni reynsl­an á könn­un­um í for­seta­kosn­ing­um að „fylgi ein­stak­linga geti sveifl­ast upp eða niður með skjót­um hætti og það er í sjálfu sér ekki mjög mark­tækt“.

Ólaf­ur nefn­ir sem dæmi skoðana­könn­un sem gerð var árið 1996, um tveim­ur mánuðum fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar, þar sem fylgi hans mæld­ist um 70% en eft­ir niður­stöður kosn­ing­anna var fylgi hans um 40%. „Svo að þessi könn­un skipti ná­kvæm­lega engu máli í þessu sam­hengi.“

Sýn­ir ekki stöðuna eins og hún er í dag

Niður­stöður fyrr­nefndr­ar könn­un­ar MMR hafa vakið at­hygli, en þar mæl­ist Guðni Th. Jó­hann­es­son með 59,2% fylgi en Ólaf­ur Ragn­ar kom þar á eft­ir með 25,3% fylgi. Davíð Odds­son til­kynnti fram­boð sitt þegar um 3/​4 hluta gagna­öfl­un­ar­inn­ar var lokið en var bætt við sem svar­mögu­leika um leið og hann til­kynnti fram­boð sitt á sunnu­dag. Því fengu aðeins 27% svar­enda Davíð Odds­son sem svar­mögu­leika.

Guðbjörg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, seg­ir niður­stöður slíkr­ar könn­un­ar ekki sýna stöðuna eins og hún sé í dag, held­ur frek­ar hvernig hún hafi verið fyr­ir helgi. „Þetta breyt­ist ört, svo að það verður hreyf­ing á þessu eitt­hvað áfram,“ seg­ir hún. Þor­lák­ur Karls­son, rann­sókn­ar­stjóri hjá Maskínu, tek­ur í sama streng og seg­ir að ekki sé óeðli­legt að birta slík­ar kann­an­ir en þeim verði að taka með fyr­ir­vara.

Eng­in mæl­ing kom­in fram

Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, dós­ent við stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir erfitt að spá fyr­ir um úr­slit kosn­ing­anna á þessu stigi. „Það er svo­lítið snúið að spá í þetta vegna þess að maður veit ekki hversu mik­inn styrk nýj­asti fram­bjóðand­inn, Davíð Odds­son, hef­ur. Sum­ir bú­ast við að hann verði geysi­lega öfl­ug­ur en það er eng­in mæl­ing kom­in fram, svo að það er erfitt að segja til um það,“ seg­ir hún. „Svo get­ur auðvitað ým­is­legt komið fram í kosn­ing­a8bar­átt­unni“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert