Davíð mættur á Facebook

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, hefur opnað Facebook-síðu. Davíð hefur aldrei fyrr verið skráður á Facebook eða nokkurn annan samfélagsmiðil, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Á síðunni kemur m.a. fram að verið sé að vinna í að setja met í söfnun meðmælenda, en framboðið þarf að safna öllum meðmælendum á fjórum dögum, segir í færslu á síðunni.

Þá hefur Davíð opnað heimasíðu vegna framboðsins, david2016.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka