Kosningaskrifstofa Davíðs opnuð

Kosningaskrifstofa Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, vegna framboðs hans til embættis forseta Íslands verður opnuð klukkan 17:00 í dag og þar með hefst kosningabarátta hans formlega. Streymt verður beint frá opnuninni hér fyrir neðan en Davíð mun ávarpa viðstadda klukkan 17:30.

Fyrr í dag var meðmælendalistum framboðs Davíðs skilað til yfirkjörstjórna en fram kemur á Facebook-síðu stuðningsmanna hans að skilað hafi verið inn hámarksfjölda meðmælenda í öllum kjördæmum sem safnað hafi verið síðustu fjóra daga.

„Síðustu dagar hafa verið spennandi hjá stuðningsmönnum Davíðs. Sjálfboðaliðar um land allt hafa lyft grettistaki við söfnun meðmæla og hefur að öllum líkindum met verið sett í þeim efnum,“ segir i tilkynningu frá stuðningsmönnum fyrr í dag.

Upptöku af ræðu Davíðs Oddssonar má sjá hér: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert