Tveir þriðju ætla að kjósa Guðna

Frambjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson …
Frambjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson eru með mest fylgi samkvæmt könnun Maskínu.

Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að tveimur af hverjum þremur kjósendum hyggist kjósa Guðna Th. Jóhannesson í forsetakosningunum 25. júní.

Tæplega 15% ætla að kjósa Davíð Oddsson og um 12% Andra Snæ Magnason. Halla Tómasdóttir er með um 3% fylgi.

Könnunin var gerð dagana 10. – 13. maí . Birtur var listi yfir þá 14 frambjóðendur sem lýst hafa því yfir að þeir ætli að bjóða sig fram til forseta og spurt hvern fólk myndi velja.

Til þess að meta hvaða fylgi Davíð dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: „Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefði þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan.

Greining á niðurstöðunum sýna samkvæmt Maskínu skýrar línur þar sem Davíð fengi næstum helming (48,9%) af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert (4%) af fylgi Guðna. Ríflega þriðjungur (34,7%) fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna, 

Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð en Guðni á heldur meira fylgi hjá konum en körlum. Hlutfallið er jafnt hjá Andra Snæ á meðan 4-5% kvenna myndu velja Höllu en innan við 2% karla.

Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert