Framboð Davíðs kom henni á óvart

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram­boð Davíðs Odds­son­ar, rit­stjóra Morg­un­blaðsins, kom Ragn­heiði Rík­h­arðsdótt­ur, þing­flokks­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, veru­lega á óvart. Þegar hún heyrði að Páll Magnús­son ætlaði að taka við Sprengisandi á Bylgj­unni og Davíð yrði fyrsti gest­ur hans hélt hún að það væri grín.

Þetta sagði hún í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1 í morg­un.

Hún sagði að það kæmi henni á óvart þegar menn telji sig vera þá einu réttu til „að sitja í embætti vegna eig­ins ágæt­is.“ Sagði hún að henni þætti svo­lítið sér­kenni­legt þegar menn segðu næst­um því að þeir væru þeir einu sem gætu sinnt þessu embætti nokk­ur en ann­ar.

Gagn­rýndi hún einnig fyr­ir­komu­lag kosn­ing­anna líkt og á Alþingi fyrr í vik­unni. Benti hún á að utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla væri haf­in en eng­inn væri form­lega í fram­boði. Þá þyrftu fram­boðin ekki að liggja fyr­ir fyrr en um mánuði fyr­ir kosn­ing­ar og þá væri skamm­ur tími fyr­ir þá sem kjósa utan kjör­fund­ar að kjósa.

Frétt mbl.is: Kosn­inga­lög­gjöf­in „skrípaleik­ur“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert