„Bjartsýnin fer vaxandi“

Davíð Oddsson á Hofi í dag.
Davíð Oddsson á Hofi í dag. Mynd/Axel Þórhallsson

„Þetta var kaffifundur á Hofi og góður andi og gott hljóð í mönnum. Það er vaxandi bjartsýni og áhugi hjá fólki,“ segir Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, um framboðsfund sem hann hélt á Hofi á Akureyri í dag.

„Það var miklu betri fundarsókn en við höfðum gert ráð fyrir. Þess vegna tafðist fundurinn aðeins, þar sem við þurftum að fjölga stólum og borðum,“ segir Davíð.

Spurður hvað hafi brunnið á fólki segir Davíð: „Fólk hefur mikinn áhuga á því að forsetaembættið sé í farsælum höndum eins og fólk orðar það og að reynsla, þekking og þróttur séu höfð í öndvegi. Þá voru ánægjulegar móttökurnar við þeim hugmyndum sem ég hef sett fram um að færa forsetaembættið og forsetann heim. Fólk var mjög spennt fyrir því í þessum samtölum,“ segir Davíð.

Þetta var fyrsti framboðsfundur Davíðs utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir sjónarmið fólks á fundinum í dag ekki ólík þeim sjónarmiðum sem hann hefur heyrt á fyrri fundum sínum. „Mér finnst bjartsýni fólks gagnvart þessu framboði fara hægt og rólega vaxandi dag frá degi. Ég þykist sjá að það sé miklu meiri stuðningur við framboðið en var fyrir viku síðan þegar síðast var spurt. Það var auðvitað enn þá mikið verk óunnið við að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en þau fá góðan hljómgrunn og ég er mjög ánægður.“

„Svo verð ég með fund á Sauðárkróki á morgun og Vestmannaeyjum á mánudaginn. Þetta er heilmikil yfirferð,“ segir Davíð.

Ástríður barnabarn Davíðs og Ástríður eiginkona hans.
Ástríður barnabarn Davíðs og Ástríður eiginkona hans. Mynd/Axel Þórhallsson
Frá fundinum á Hofi í dag.
Frá fundinum á Hofi í dag. Mynd/Axel Þórhallsson
Þorsteinn sonur Davíðs og kona hans Heiðrún Geirsdóttir. Hún heldur …
Þorsteinn sonur Davíðs og kona hans Heiðrún Geirsdóttir. Hún heldur á Dagnýju dóttur þeirra. Mynd/Axel Þórhallsson
Frá fundinum á Hofi í dag.
Frá fundinum á Hofi í dag. Mynd/Axel Þórhallsson
Davíð heldur hér á Dagnýju barnabarni sínu.
Davíð heldur hér á Dagnýju barnabarni sínu. Mynd/Axel Þórhallsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert