Hrifinn af norræna módelinu

Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi.
Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi. mbl.is/Golli

Andri Snær tel­ur mik­il­vægt að for­set­inn setji sér siðaregl­ur. Þetta kom meðal ann­ars fram þegar hann svaraði spurn­ing­um áhorf­enda í beinni út­send­ingu á Face­book-síðu Nova í dag. 

Andri var spurður um margt. Áhorf­end­ur fengu meðal ann­ars að vita að hann drekk­ur kók frek­ar en Pepsi, hann held­ur með Li­verpool og Wol­ver­hampt­on í ensku deild­inni og upp­á­halds­mat­ur­inn hans er lamba­kjöt og sus­hi.

Aðspurður hvaða bíl for­set­inn ætti að kaupa við end­ur­nýj­un á bíla­kosti, sagði hann besta kost­inn vera Teslu. Í fram­hald­inu sagðist hann vilja að Íslend­ing­ar stefndu að raf­bíla­væðingu lands­ins á næstu fjór­um árum.

For­set­inn get­ur sett mál á dag­skrá

Spurður hvort fram­boð hans ætti meira skylt við stjórn­mál al­mennt sagði Andri: „Ég tel að for­seti Íslands eigi að hafa skýra sýn. Jafn­rétt­is­mál eru til dæm­is ekki póli­tísk. Búið er að setja öll lög sem þarf en þau hafa ekki skilað sér inn í sam­fé­lagið. For­set­inn get­ur beitt sér og stuðlað að hug­ar­fars­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu.“

Hann sagðist vilja beita sér gegn kyn­bundn­um launamun. „Einnig mál sem snúa að kyn­bundnu of­beldi. Það er skýrt mál sem for­set­inn á að halda á lofti,“ sagði Andri.

Þrjár bestu hljóm­sveit­ir tón­list­ar­sög­unn­ar sagði Andri vera Pix­ies, sem að hans sögn læknuðu hann af slæmu tíma­bili í tón­list­ar­sög­unni, Múm sem hann sagði frá­bæra hljóm­sveit og 808 State.

Hann seg­ist alltaf hafa verið land­laus í póli­tík, spurður hvaða stefnu hann aðhyll­ist í stjórn­mál­um. „Ég hef verið hlynnt­ur nor­ræna mód­el­inu. Ég er samt líka hlynnt­ur því að menn geti fengið hug­mynd­ir og stofnað sín fyr­ir­tæki og notið góðs af sín­um ávinn­ingi. Ég tel líka að hið op­in­bera geti tekið þátt í ný­sköp­un, ég hef tekið þátt í ný­sköp­un í skóla­starfi en ég hef líka tekið þátt í ný­sköp­un hjá einka­fyr­ir­tækj­um og per­són­um. Ég aðhyll­ist þetta blandaða hag­kerfi sem Norður­lönd­in hafa valið sér.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert