Guðni með 57% fylgi

Frambjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Frambjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.

Davíð Oddsson nýtur stuðnings 22% kjósenda til embættis forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups sem gerð var fyrir stuðningsmenn Davíðs, en um 57% kjósenda vilja Guðna Th. Jóhannesson í embættið.

Tæp 11% ætla hins vegar að kjósa Andra Snæ Magnason, 5,4% Höllu Tómasdóttur, 1,7% Ástþór Magnússon og 1,2% Sturlu Jónsson. Aðrir frambjóðendur mælast með innan við eitt prósent stuðning.

Könnunin er netkönnun sem gerð var dagana 19. til 25. maí. Úrtakið var 1.429 manns og svarhlutfallið 57,2%. Þrjú prósent sögðust ætla að skila auðu en 12,4% tóku ekki afstöðu.

Fyrr í dag voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar MMR þar sem Guðni mældist með 65% fylgi, Davíð með 18% og Andri Snær með 11%. Könnunin var gerð dagana 12. til 20. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert