Guðni með 65% fylgi

Guðni Th. Jóhannesson (lengst til hægri á myndinni) mælist áfram …
Guðni Th. Jóhannesson (lengst til hægri á myndinni) mælist áfram með mest fylgi. Davíð Oddsson (í miðið) kemur næstur með 18% stuðning og þá Andri Snær Magnason með 11%.

Dag­ana 12. til 20. maí kannaði MMR fylgi þeirra ein­stak­linga sem höfðu til­kynnt for­setafram­boð. Niður­stöður leiddu í ljós að Guðni Th. Jó­hann­es­son held­ur tölu­verðri for­ystu með 65,6% fylgi.

Fylgi Davíðs Odds­son­ar mæld­ist 18,1% sem er nokk­ur aukn­ing frá síðustu mæl­ingu (en tekið skal fram að 3/​4 hlut­um gagna­öfl­un­ar vegna síðustu könn­un­ar hafði verið lokið þegar Davíð til­kynnti um fram­boð sitt).

Fylgi Andra Snæs Magna­son­ar mæld­ist 11,0% og fylgi Höllu Tóm­as­dótt­ur 2,2%. Aðrir fram­bjóðend­ur mæld­ust sam­an­lagt með 3,0% fylgi, að sögn MMR.

Þegar fylgi þriggja efstu fram­bjóðend­anna var skoðað eft­ir sam­fé­lags­hóp­um og stjórn­mála­skoðunum kom í ljós að Guðni Th. Jó­hann­es­son hafði hlut­falls­lega meira fylgi meðal kvenna og þeirra sem ekki studdu rík­is­stjórn­ar­flokk­ana.

Aft­ur á móti hafði Davíð Odds­son hlut­falls­lega meira fylgi meðal karl­manna, þeirra sem eldri voru og þeirra sem studdu Fram­sókn­ar­flokk og Sjálf­stæðis­flokk.

Andri Snær Magna­son hafði hlut­falls­lega mest fylgi meðal þeirra sem yngri voru. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um könn­un­ina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert