Guðni með 59% fylgi

Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson, Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og …
Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson, Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Halla Tómasdóttir.

Guðni Th. Jóhannesson er með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eða 59%. Davíð Oddsson kemur næstur með 19% og þá Andri Snær Magnason með 15%. Halla Tómasdóttir er með 3–4% og aðrir frambjóðendur með 1% eða minna. Fram kemur í fréttatilkynningu að Davíð hækki mest frá síðustu könnun.

Meira en þrefalt fleiri karlar styðja Davíð en konur en fylgi Guðna er hins vegar marktækt meira frá konum en körlum. Fleiri konur en karlar ætla einnig að kjósa Höllu og Andra Snæ. Andri Snær sækir mest af fylgi sínu til yngri kjósenda en Davíð mest frá þeim sem eru 55 ára og eldri.

Svarendur voru 839 úr Þjóðgátt Maskínu. Gögnin voru vigtuð með tilliti til aldurs, kyns og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 20.–27. maí 2016.

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert