Túlki ummælin ekki bókstaflega

00:00
00:00

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­setafram­bjóðandi sagðist í sjón­varpsþætt­in­um Eyj­unni á Stöð 2 í gær­kvöldi aldrei nokk­urn tím­ann hafa sagt að fá­vís al­menn­ing­ur gæti komið sér upp röng­um sam­eig­in­leg­um minn­ing­um þegar kæmi að Þorska­stríðunum.

Hann var þá spurður út í um­mæli sem hann lét falla í fyr­ir­lestri sem hann hélt í Há­skól­an­um á Bif­röst fyr­ir þrem­ur árum:

„Jess, Íslandi allt. Og spurn­ing­in vakn­ar: Er fá­vís lýður­inn aft­ur að pródúsera rang­ar sam­eig­in­leg­ar minn­ing­ar?“

Hér að ofan má sjá mynd­band þar sem um­mæli Guðna úr fyr­ir­lestr­in­um eru rifjuð upp, sem og brot úr þætt­in­um í gær, þar sem hann þver­tók fyr­ir að hafa látið um­mæl­in falla. Hélt hann því fram að um­mæl­in hefðu verið rang­lega höfð eft­ir hon­um. 

Guðni og Davíð Odds­son, for­setafram­bjóðandi og rit­stjóri Morg­un­blaðsins, tók­ust á í seinni hluta þátt­ar­ins í gær, en þau Andri Snær Magna­son og Halla Tóm­as­dótt­ir mætt­ust í fyrri hlut­an­um.

Frétt mbl.is: Hart tek­ist á í for­se­takapp­ræðum

Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.
For­setafram­bjóðend­urn­ir Davíð Odds­son og Guðni Th. Jó­hann­es­son.

Þátta­stjórn­and­inn, Björn Ingi Hrafns­son, spurði Guðna sér­stak­lega út í um­mæl­in um Þorska­stríðið og vísaði til fyr­ir­lestr­ar sem Guðni hélt í Há­skól­an­um á Bif­röst árið 2013. Þar ræddi hann meðal ann­ars óform­lega könn­un sem hann gerði með nem­end­um sín­um í sagn­fræði við Há­skóla Íslands, en hann bað þá um að leita eft­ir minn­ing­um fólks af Þorska­stríðunum. Niðurstaðan hafi verið sú að hvað varðar sam­eig­in­leg­ar minn­ing­ar, þá hafi flest­ir talið að Íslend­ing­ar hafi sigrað mun stærra land í deilu sem skipti okk­ur máli. Í kjöl­farið seg­ir Guðni:

„Jess, Íslandi allt. Og spurn­ing­in vakn­ar: Er fá­vís lýður­inn aft­ur að pródúsera rang­ar sam­eig­in­leg­ar minn­ing­ar? Og það kem­ur enn til kasta okk­ar sagn­fræðinga, því að það er ekki leyna að í okk­ar hópi eru þeir til, og ég er kannski þar framar­lega þó ég segi sjálf­ur frá, sem hafa lýst efa­semd­um um þessa sýn, en vissu­lega aðrir tekið í sama streng, eins og Guðmund­ur J. Gunn­ars­son og Val­ur Ingi­mund­ar­son og fleiri.“

Hér má hlýða á fyr­ir­lest­ur­inn en Guðni ræðir könn­un­ina í kring­um 10. mín­útu:

Í sam­tali við Vísi fyrr í dag hvatti Guðni fólk til þess að hlýða á fyr­ir­lest­ur­inn og skoða um­mæl­in í sam­hengi. Það væri langt seilst að bera það upp á hann að hon­um þyki Íslend­ing­ar vera fá­vís lýður.

Hann seg­ist hafa verið að tala um að fræðimönn­um hætti stund­um til þess að kvarta und­an því að fólk taki ekki und­ir með þeim. Notaði hann þá þessa lýs­ingu. Það geti verið erfitt fyr­ir þá sem stunda fræðirann­sókn­ir að kynna sín­ar niður­stöður fyr­ir al­menn­ingi þannig að hon­um líki.

„Það er alltaf smá bil þarna á milli en ég trúi ekki að fólk taki svona orðalagi bók­staf­lega. Ég hvet fólk til að hlusta á þenn­an fyr­ir­lest­ur og lesa allt sem ég hef skrifað og þá sér  fólk að það er ekki fót­ur fyr­ir því að mér finn­ist Íslend­ing­ar vera fá­vís lýður. Mér finnst ansi magnað að þetta sé orðið aðal­atriði,“ sagði Guðni.

Aðeins hafi verið um mynd­lík­ingu að ræða. Sjálf­ur hafi hann líka talað um fræðimenn í fíla­beinst­urni.

Davíð gerði nokkra hríð að Guðna í þætt­in­um og sagði hann hafa reynt að hlaup­ast und­an orðum sín­um. Guðni ít­rekaði hins veg­ar margoft að ekki mætti taka orð hans úr sam­hengi.  Menn ættu að vera sann­gjarn­ir og heiðarleg­ir.

Sjón­varpsþátt­ur­inn Eyj­an á Stöð 2 í gær

Attach­ment: "gudni dav­id þorsk­astrid" nr. 9891

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert