Guðni með rúmlega 60% fylgi

Guðni Th. Jóhannesson mældist með rúmlega 60% fylgi í skoðanakönnuninni.
Guðni Th. Jóhannesson mældist með rúmlega 60% fylgi í skoðanakönnuninni. mbl.is/Golli

Guðni Th. Jóhannesson er með rúmlega 60% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis.

Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og 11% myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Sex prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur og um tvö prósent Sturlu Jónsson. Aðrir eru með minna fylgi, samkvæmt frétt Vísis.

Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem er gerð eftir að sjónvarpskappræður hófust á milli forsetaframbjóðenda á Stöð 2. 

Hringt var í 760 manns í könnuninni og var svarhlutfallið 85,5%. Alls tóku 62,8% afstöðu til spurningarinnar: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert