Guðni með rúmlega 60% fylgi

Guðni Th. Jóhannesson mældist með rúmlega 60% fylgi í skoðanakönnuninni.
Guðni Th. Jóhannesson mældist með rúmlega 60% fylgi í skoðanakönnuninni. mbl.is/Golli

Guðni Th. Jó­hann­es­son er með rúm­lega 60% fylgi sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins, Stöðvar 2 og Vís­is.

Nítj­án pró­sent myndu kjósa Davíð Odds­son og 11% myndu kjósa Andra Snæ Magna­son. Sex pró­sent ætla að kjósa Höllu Tóm­as­dótt­ur og um tvö pró­sent Sturlu Jóns­son. Aðrir eru með minna fylgi, sam­kvæmt frétt Vís­is.

Þetta er fyrsta skoðana­könn­un­in sem er gerð eft­ir að sjón­varp­s­kapp­ræður hóf­ust á milli for­setafram­bjóðenda á Stöð 2. 

Hringt var í 760 manns í könn­un­inni og var svar­hlut­fallið 85,5%. Alls tóku 62,8% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar: Ef for­seta­kosn­ing­ar færu fram á morg­un, hvern mynd­ir þú kjósa?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka