Guðni með 51% fylgi

Fjórir frambjóðendur sem mælast nú með mest fylgi: Guðni Th. …
Fjórir frambjóðendur sem mælast nú með mest fylgi: Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir.

Guðni Th. Jó­hann­es­son er með 51% fylgi sam­kvæmt nýrri könn­un Gallup sem var gerð dag­ana 8. til 15. júní. Hann tap­ar tæp­lega 6% fylgi frá fyrri könn­un Gallup þar sem hann var með 56,7% fylgi. Davíð Odds­son mæl­ist með 16,4% fylgi, Andri Snær Magna­son 15,5% og Halla Tóm­as­dótt­ir 12,5%. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á fylgi Andra og Davíðs þar sem vik­mörk eru í báðum til­vik­um 1,9%. Greint var frá könn­un­inni í kvöld­frétt­um RÚV.

Þá er Sturla Jóns­son með 2,7% fylgi, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir með 1,1% fylgi, Ástþór Magnús­son með 0,5% fylgi, Guðrún Mar­grét Páls­dótt­ir með 0,3% fylgi og 0,2% styðja Hildi Þórðardótt­ur.

Í frétt­um RÚV kem­ur fram að úr­tak könn­un­ar­inn­ar var 2.819 manns af öllu land­inu, 18 ára og eldri, vald­ir af handa­hófi úr viðhorfa­hópi Gallup. Þátt­töku­hlut­fall var 57,1% en 1.610 svöruðu könn­un­inni. Þar af var 3,1% sem ætlaði ým­ist ekki að kjósa eða skila auðu. Um 7% þeirra sem svöruðu vildu ekki taka af­stöðu.

Sein­asta könn­un Gallup var fram­kvæmd dag­ana 26. maí til 3. júní en hlut­falls­lega tap­ar Davíð mestu fylgi milli kann­ana en hann mæld­ist með tæp­lega 4% minna fylgi. Bæði Andri og Halla bæta við sig 5% á milli kann­anna og fyr­ir utan Elísa­betu, sem bæt­ir við sig 0,7 pró­sentu­stig­um, eru aðrir fram­bjóðend­ur á svipuðu reiki og áður.

Í frétt RÚV seg­ir að tveir fram­bjóðend­ur skeri sig úr hvað varðar fylgi eft­ir kyni en það eru þau Davíð og Halla. Tutt­ugu og tvö pró­sent karla ætla að kjósa Davíð en 11% kvenna. Halla mæl­ist með næst­mest fylgi meðal kvenna en 18% þeirra ætla að kjósa hana. Átta pró­sent karla ætla að kjósa Höllu.

Þá eru Guðni og Davíð vin­sælli eft­ir því sem fólk er eldra og er því öf­ugt farið hjá Andra og Höllu.

Guðni er með 59% fylgi hjá þeim sem eru eldri en 65 ára en 46% meðal þeirra sem eru 18 til 24 ára. Davíð mæl­ist með 8% fylgi meðal þeirra sem eru yngri en 25 ára en fylgi hans er 26% hjá þeim sem eru eldri en 65 ára. Andri er næst­vin­sæl­asti fram­bjóðandi þeirra sem eru yngri 44 ára en nýt­ur þó ein­ung­is stuðnings 7% eldri borg­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert