Guðni enn efstur en fylgið fer minnkandi

Kosið verður til embættis forseta Íslands á laugardaginn næstkomandi, þann …
Kosið verður til embættis forseta Íslands á laugardaginn næstkomandi, þann 25. júní. Sveiflur eru í efstu sætum í nýrri könnun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Halla Tóm­as­dótt­ir held­ur áfram að bæta við sig og mæl­ist með 16,3% fylgi í nýrri þjóðmála­könn­un um fylgi við fram­bjóðend­ur til embætt­is for­seta Íslands sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands vann fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 19.-22. júní.

Halla mæl­ist með næst mest fylgi fram­bjóðenda og bæt­ir við sig fjór­um pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un. Hún mæld­ist með 1,5% fylgi í fyrstu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið sem birt var þann 14. maí sl.

Guðni Th. Jó­hann­es­son er enn lang­sam­lega efst­ur með 45,9% fylgi en miss­ir þó 9,2 pró­sentu­stig á milli kann­ana. Í fyrstu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið, um miðjan maí, mæld­ist Guðni með 67,1% fylgi.

Davíð Odds­son fylg­ir fast á hæla Höllu og mæl­ist með 16% fylgi og bæt­ir lít­il­lega við sig frá síðustu könn­un. Hann mæld­ist með 17,4% fylgi í fyrstu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið. Þar rétt á eft­ir mæl­ist Andri Snær Magna­son með 15,7% fylgi. Fylgi hans hef­ur því auk­ist um 4,7% frá síðustu könn­un, en hann mæld­ist fyrst með 7,8%.

Lít­ill mun­ur á fylgi Andra Snæs og Davíðs í könn­un Frétta­blaðsins

Nokk­ur mun­ur er á fylgi fram­bjóðenda í könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­unn­ar og könn­un Frétta­blaðsins, Stöðvar 2 og Vís­is, sem birt er í Frétta­blaðinu í dag. Þar nýt­ur Guðni Th. Jó­hann­es­son stuðnings 49 pró­senta þeirra sem af­stöðu.

Halla Tóm­as­dótt­ir er með stuðning 19,6 pró­senta þeirra sem af­stöðu taka í könn­un­inni, en 12,9 pró­sent  segj­ast ætla að kjósa Andra Snæ Magna­son og 12,4 pró­sent Davíð Odds­son. Telst mun­ur­inn á fylgi þeirra Andra og Davíðs vera inn­an vik­marka.

Sturla Jóns­son mæld­ist með 2,5 pró­sent, en aðrir fram­bjóðend­ur voru með minna fylgi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert