„Tilfinningin er einstök“

Guðni Th. með eiginkonu sinni, Elizu Reid, og börnunum þeirra …
Guðni Th. með eiginkonu sinni, Elizu Reid, og börnunum þeirra fjórum. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jó­hann­es­son, ný­kjör­inn for­seti Íslands, seg­ist hlakka til að tak­ast á við ný verk­efni og nýj­ar áskor­an­ir. Hann seg­ir kosn­inga­bar­átt­una hafa gengið vel. Þrátt fyr­ir að skoðanakann­an­ir hafi ávallt verið sér í vil hafi hann aldrei talið sig eiga sig­ur­inn vís­an.

Guðni hlaut 71.356 at­kvæða í for­seta­kosn­ing­un­um, eða 38,49% greiddra at­kvæða, og hef­ur því verið kjör­inn sjötti for­seti lýðveld­is­ins. Halla Tóm­as­dótt­ir kom næst á eft­ir en hún hlaut 27,51% at­kvæða.

245.004 manns voru á kjör­skrá en 185.390 at­kvæði voru greidd. Kjör­sókn var því 75,7%.

Guðni bauð frétta­mönn­um heim til sín við Tjarn­ar­stíg á Seltjarn­ar­nesi eldsnemma í morg­uns­árið, en fram und­an er anna­sam­ur dag­ur. Fyrst taka við fjöl­mörg fréttaviðtöl í út­varpi og sjón­varpi en síðar í dag hyggst hann fagna úr­slit­un­um með vin­um og vanda­mönn­um.

Á morg­un held­ur hann síðan til Nice í Frakklandi þar sem hann hyggst fylgj­ast með ís­lenska karla­landsliðinu spila gegn Eng­lend­ing­um í sex­tán liða úr­slit­um Evr­ópu­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu.

„Til­finn­ing­in er ein­stök, ánægju­leg og gleðileg. Ég hlakka til að tak­ast á við ný verk­efni, nýj­ar áskor­an­ir. Þetta eru bún­ir að vera anna­sam­ir dag­ar svo ég verð líka hvíld­inni feg­inn þegar hún kem­ur eft­ir dag­inn í dag, ferð til Frakk­lands á morg­un og það sem fylg­ir því að vera bú­inn að ná kjöri,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Bar­átt­an erfið á köfl­um

Guðni seg­ir kosn­inga­bar­átt­una á und­an­förn­um vik­um hafa verið mjög skemmti­lega.

„Hún var erfið á köfl­um. Stund­um æst­ust leik­ar, en nú þegar niðurstaðan er feng­in get­ur eng­inn verið eins sátt­ur og ég. Ég þakka þeim sem voru með mér í fram­boði, óska þeim velfarnaðar, ber ekki kala til nokk­urs manns og held að það sama megi segja um okk­ur sem vor­um í þess­um has­ar.“

Áttir þú alltaf von á þess­um úr­slit­um?

„Skoðanakann­an­ir voru mér í vil nær all­an tím­ann en úr­slit­in, loka­úr­slit­in, sýna okk­ur öll­um að þær segja aldrei alla sög­una. Vissu­lega gáfu þær til kynna að sig­ur­inn væri minn og þannig fór að lok­um. En ég gat aldrei verið viss um sig­ur samt sem áður. Það er svo margt sem get­ur komið upp á, margt sem get­ur breyst, þannig að ég leyfði mér aldrei að telja mig eiga sig­ur­inn al­gjör­lega vís­an,“ seg­ir hann.

Þess má geta að Guðni á 48 ára afmæli í …
Þess má geta að Guðni á 48 ára af­mæli í dag, 26. júní. Í til­efni þess var glæsi­leg af­mælisterta á borðstofu­borðinu í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vill und­ir­búa sig vel

Guðni verður sett­ur í embætti 1. ág­úst næst­kom­andi, venju sam­kvæmt. Hann seg­ir að næstu dag­ar og vik­ur muni helg­ast af und­ir­bún­ingi.

„Ég vil koma eins vel bú­inn und­ir þetta embætti og mögu­legt er. Þannig að ég hyggst gera það með því að tala við fólk, hlusta á fólk, heyra í þeim sem þekkja til embætt­is­ins, tala við emb­ætt­is­menn, aðra ráðgjafa og vini og koma þannig til leiks 1. ág­úst að ég sé þess full­bú­inn að hefja þessa veg­ferð.“

Fyrsta embættis­verkið verði að halda ræðu við inn­setn­ing­ar­at­höfn­ina 1. ág­úst. „Síðan vil ég fara í heim­sókn­ir um landið og út fyr­ir land­stein­ana líka. Og vænt­an­lega verður gengið til þing­kosn­inga í haust og þá gæti reynt á for­seta við stjórn­ar­mynd­un. Það gæti jafn­vel verið það sem mest­an tíma tæki þegar kem­ur fram í októ­ber að minnsta kosti.

En von­andi geng­ur það vel. Sag­an seg­ir okk­ur að stjórn­ar­mynd­an­ir geta gengið treg­lega og for­seti spil­ar stórt hlut­verk, þannig að við sjá­um hvað set­ur í því.“

Flutn­ing­ar leggj­ast vel í fjöl­skyld­una

Guðni ræddi við fjölmiðlamenn á heimili sínu í morgunsárið.
Guðni ræddi við fjöl­miðlamenn á heim­ili sínu í morg­uns­árið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðni og El­iza Reid, eig­in­kona hans, eiga sam­an fjög­ur börn, þrjá syni og eina dótt­ur. Börn­in eru Duncan Tind­ur (f. 2007), Don­ald Gunn­ar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Mar­grét (f. 2013).

Guðni á sömu­leiðis dótt­ur­ina Rut (f. 1994) með fyrri eig­in­konu sinni.

Fjöl­skyld­an mun nú flytj­ast bú­ferl­um á Bessastaði og seg­ir Guðni það leggj­ast vel í þau El­izu.

„Yngri börn­in átta sig kannski ekki al­veg á því hvað felst í flutn­ing­un­um. En þau hlakka til og við erum búin að búa þau und­ir það að þetta gæti gerst - að við þyrft­um að flytja. Þannig að við mun­um ljúka því eins vel og við get­um. 

En þar þarf ég ein­mitt að vera á velli. Ég þarf að fara með litlu krakk­ana í leik­skóla og vera með þeim í aðlög­un. Mig lang­ar til þess að fara í skól­ann með eldri strák­un­um, hitta kenn­ara og hjálpa þeim að koma sér fyr­ir í nýj­um skóla. 

Þannig að þótt ég sé orðinn for­seti, þá er ég enn fimm barna faðir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert