Tillagan var ekki afgreidd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hélt yfirlitsræðu sína á flokksþingi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hélt yfirlitsræðu sína á flokksþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, formaður Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna seg­ir að til­lag­an hafi verið lögð fram og hún rædd á fundi fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins í gær en til­lag­an laut að því að færa ætti yf­ir­lits­ræðu for­manns flokks­ins aft­ast í dag­skrá þings­ins. Til­lag­an var hins veg­ar ekki af­greidd.

Anna Kol­brún á sæti í fram­kvæmda­stjórn­inni en hún tók þátt í fund­in­um í gegn­um síma þar sem hún var stödd fyr­ir norðan. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður flokks­ins, sagði í ræðupúlti á flokksþing­inu í dag að slík til­laga hafi verið bor­in upp en hon­um hafi ekki lit­ist á hug­mynd­ina. Seg­ir Anna í sam­tali við mbl.is að til­lag­an hafi ekki verið bor­in upp á rétt­an hátt á fund­in­um enda hefði henni þá átt að ber­ast slík til­laga.

Frétt mbl.is: „Menn hafa haldið fram ósann­ind­um“

Þá seg­ir Anna Kol­brún það and­rúms­loft, sem Ásmund­ur Ein­ar Daðason lýsti í ræðu sinni á þing­inu, ekki vera sína upp­lif­un af fund­in­um. Umræður hafi jú verið hrein­skipt­ar en læt­in hafi langt í frá verið jafn mik­il og þau sem Ásmund­ur lýsti.

Loks lýs­ir Anna yfir von­brigðum sín­um yfir því að Ásmund­ur Ein­ar hafi rofið trúnað um það sem fram fór á fund­in­um með þeim hætti sem hann gerði á þing­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert