Taktu kosningaprófið

Fyrsta spurningin í vefkönnun Kosningavitans er um hælisleitendur.
Fyrsta spurningin í vefkönnun Kosningavitans er um hælisleitendur. Skjáskot/egkys.is

Ef þú ert í vafa um hvaða stjórn­mála­flokk þú átt að kjósa í næstu alþing­is­kosn­ing­um get­urðu orðið ein­hvers vís­ari með því að svara spurn­ing­um Kosn­inga­vit­ans sem fór ný­verið í loftið.

Kosn­inga­vit­inn er gagn­virk vef­könn­un þar sem kjós­end­ur geta séð hversu sam­mála þeir eru þeim stjórn­mála­flokk­um sem eru í fram­boði til Alþing­is, bæði hvað varðar ein­stök mál­efni sem og hug­mynda­fræðilega af­stöðu.

Spurn­ing­arn­ar eru 30 tals­ins og þess­ar sömu spurn­ing­ar voru lagðar fyr­ir efstu fram­bjóðend­ur á list­un­um og einnig sér­fræðinga í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

„Af þess­um þrjá­tíu spurn­ing­um snú­ast tíu um hægri/​vinstri, af­stöðu til hlut­verks rík­is­ins í efna­hags­mál­um. Aðrar tíu mæla þjóðhyggju/​alþjóðahyggju. Í þjóðhyggju er lögð áhersla á sjálf­stæði, full­veldi og að ís­lensk menn­ing haldi sér­stöðu sinni á meðan alþjóðahyggj­an snýst um þátt­töku í alþjóðastofn­un­um og fjöl­menn­ingu. Síðustu tíu eru um ýmis mál sem skipta máli eins og t.d. flug­vall­ar­málið og stjórn­ar­skrár­málið,“ seg­ir Haf­steinn Ein­ars­son, verk­efna­stjóri Kosn­inga­vit­ans.

Ekki vél sem seg­ir þér hvað þú átt að kjósa 

„Þetta er ekki vél sem seg­ir þér hvað þú átt að kjósa held­ur meira próf sem þú get­ur svo haldið áfram að bera skoðanir þínar við stefnu flokk­anna,“ seg­ir Haf­steinn.

Stillt er upp full­yrðing­um sem hægt er að svara frá svar­mögu­leik­an­um sam­mála til ósam­mála. Notuð er þátta­grein­ing til að finna út hvaða breyt­ur hafa sam­band inn­byrðis. Með þess­um hætti eru fyrstu tutt­ugu spurn­ing­arn­ar fundn­ar út. 

„Við leit­um eft­ir spurn­ing­um sem flokk­arn­ir svara á ólík­an hátt. Þetta eru  full­yrðing­ar sem ekki all­ir geta verið sam­mála held­ur mæla þær frek­ar hug­mynda­fræðilega af­stöðu,“ seg­ir Haf­steinn.

Pró­sentutal­an gef­ur skýr­ustu mynd­ina

Niðurstaða könn­un­ar­inn­ar skil­ar fyrst pró­sentu­tölu sem tek­ur til­lit til allra 30 spurn­ing­anna.

„Að ein­hverju leyti er það besti mæli­kv­arði á hversu sam­mála þú ert fram­boðinu,“ seg­ir Haf­steinn.

Næst birt­ist mynd þar sem afstaða kjós­anda og flokka er staðsett á tveim­ur ásum, sem hvor um sig bygg­ir á tíu spurn­ing­um sem end­ur­spegla hug­mynda­fræðilega af­stöðu. Mynd­in nýt­ist til að átta sig á eig­in hug­mynda­fræðilegri stöðu í sam­an­b­urði við stjórn­mála­flokk­ana.

Þetta er í annað sinn sem Kosn­inga­vit­inn lýs­ir kjós­end­um leið en fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2013 var hann stofnaður með það að mark­miði að auka kosn­ingaþátt­töku ungs fólks.

Kosn­inga­vit­inn – Help­MeVote, er sam­starfs­verk­efni Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema og Lands­sam­bands æsku­lýðsfé­laga við Io­ann­is Andrea­dis, pró­fess­or við Há­skól­ann í Þessalónikíu. Einnig koma að verk­efn­inu Eva H. Önnu­dótt­ir, Hulda Þóris­dótt­ir og Agn­ar Freyr Helga­son.

Kosn­inga­vit­inn er op­inn al­menn­ingi á vefn­um www.eg­kys.is

Hægt er að fylgj­ast með á sam­fé­lags­miðlum und­ir myllu­merk­inu #égkýs.

Spurningar Kosningavitans byggja á svörum stjórnmálamanna.
Spurn­ing­ar Kosn­inga­vit­ans byggja á svör­um stjórn­mála­manna. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert