Segir RÚV hafa haft hana að fífli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti brosandi í Efstaleitið í …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti brosandi í Efstaleitið í kvöld. mbl.is/Eggert

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, strunsuðu ósáttar út um dyr Ríkisútvarpsins í Efstaleiti laust eftir miðnætti og sögðu vinnubrögð RÚV vera það sem helst skyggði á kosningabaráttuna í heild sinni. Inga Sæland segir RÚV hafa haft hana að fífli.

Flokkur fólksins er með 3,5 prósent atkvæða þegar fréttin er skrifuð og Dögun með 1,5 prósent. Í samtali við blaðamenn mbl.is segja þær vinnubrögð Ríkisútvarpsins vera til skammar, að boða formenn allra flokka í sjónvarpsútsendingu en vera síðan sendar í burtu þar sem aðeins formenn flokka sem mælast nú með þingmenn fái að vera í útsendingunni.

Helga segir mikla gleði hafa ríkt á kosningavöku flokksins, skemmtileg ræðuhöld og fleira, en hún hafi verið dregin upp í Efstaleiti fyrir ekki neitt. Spurð hvort Dögun komi til með að bjóða fram í næstu þingkosningum segir hún það ekki hafa verið rætt innan flokksins en segir afskiptum sínum af pólitík lokið.ðð 

„Það sem gleður mig sérstaklega, það er greinilega að ég hef ofmetið að það væri til svona mikið af fátæku fólki. Vegna þess að það virðist ekki hafa neina þörf fyrir okkur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. „Að vísu er nóttin ung og ég get alveg sagt ykkur það, þvílíkur byr og þvílík gleði.“ Spurð hvort Flokkur fólksins hyggist halda ótrauður áfram segir Inga: „Halda áfram? Við erum rétt að byrja.“
„Það eina sem mér finnst skyggja á alla kosningabaráttu það er Ríkisútvarpið, sjónvarp. Ég er dregin héðan úr kosningagleðinni hjá okkur, hingað niður eftir, boðuð hérna bæði skriflega í pósti. En að vera búin að sitja hér núna í klukkutíma og vera höfð að fífli, það er það eina sem skyggir á mína kosningabaráttu. Ég á ekki eitt einasta aukatekið orð.“
Formenn stjórnmálaflokka sem hafa ekki náð mönnum inn á þing …
Formenn stjórnmálaflokka sem hafa ekki náð mönnum inn á þing samkvæmt nýjustu tölum mættu í Rúv í kvöld, en þeir fengu ekki að taka þátt í umræðum í sjónvarpssal. mbl.is/Eggert
Helga Þórðardóttir formaður Dögunar.
Helga Þórðardóttir formaður Dögunar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert